Magnaður leikur Slóvenans dugði ekki

Luka Doncic átti stórleik, þrátt fyrir tap.
Luka Doncic átti stórleik, þrátt fyrir tap. AFP/Winslow Townson

Boston Celtics, topplið Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum, vann 125:112-heimasigur á Dallas Maverics í nótt, þrátt fyrir að Luka Doncic hafi átt magnaðan leik fyrir Dallas.

Doncic skoraði 42 stig fyrir sitt lið og gaf auk þess níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Jayson Tatum skoraði 37 stig og tók 13 fráköst fyrir Boston.

Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks töpuðu óvænt fyrir Chicago Bulls á heimavelli, 113:118. DeMar DeRozan skoraði 36 stig fyrir Chicago. Giannis var skæður að vanda fyrir Millwaukee og skoraði 36 stig.

Þá lék Nikola Jokic afar vel fyrir Denver Nuggets í 131:126-útisigri á Oklahoma City Thunder, en úrslitin réðust í framlengingu. Serbinn skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 31 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Oklahoma.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Charlotte Hornets – Philadelphia 76ers 107:101
Cleveland Cavaliers – Portland Trail Blazers 114:96
Indiana Pacers – Minnesota Timberwolves 101:115
Atlanta Hawks – Sacramento Kings 115:106
Boston Celtics – Dallas Mavericks 125:112
Miami Heat – Washington Wizards 113:105
Toronto Raptors – Brooklyn Nets 98:112
Milwaukee Bucks – Chicago Bulls 113:118
Oklahoma City Thunder – Denver Nuggets 126:131
San Antonio Spurs – New Orleans Pelicans 110:129
Utah Jazz – Detroit Pistons 116:125
Golden State Warriors – Los Angeles Clippers 124:107

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert