Spænska liðið Zaragoza, með miðherjann Tryggva Snæ Hlinason innanborðs, tapaði 104:78 fyrir Unicaja Málaga í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld.
Tryggvi Snær spilaði rétt rúmlega 17 mínútur en á þeim tíma skoraði hann 5 stig, tók 6 fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Gengi Zaragoza hefur ekki verið gott á tímabilinu en liðið er í 15. sæti af 18, með 4 stig líkt og Manresa sem er í fallsæti. Andstæðingur Zaragoza í dag, Unicaja Málaga, er hins vegar eitt besta lið deildarinnar, í öðru sæti og hefur unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum.