Þór frá Akureyri vann góðan 79:71-útisigur á Hamri/Þór í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Leikið var í Icelandic Galcial-höllinni í Þorlákshöfn.
Þór leiddi allan leikinn og þrátt fyrir áhlaup heimakvenna tókst þeim aldrei að jafna metin eða komast yfir. Það fór svo að lokum að gestirnir að norðan unnu átta stiga sigur og náðu þar með í tvö dýrmæt stig í toppbaráttunni.
Jenna Christina Mastellone var stigahæst í liði Hamars/Þórs með 34 stig. Emma Hrönn Hákonardóttir kom næst með 15 stig og Stefanía Ósk Ólafsdóttir 14.
Hjá Þór var Madison Anne Sutton stigahæst með 25 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hrefna Ottósdóttir skoraði 18 stig og Eva Wium Elíasdóttir skoraði 14.
Með sigrinum lyfti Þór sér upp fyrir Snæfell í 2. sæti deildarinnar. Liðin eru bæði með 18 stig, tveimur stigum minna en topplið Stjörnunnar en Þór hefur leikið einum leik meira en Snæfell og tveimur leikjum meira en Stjarnan. Hamar/Þór er í 5. sæti með 12 stig.
Hamar/Þór: Jenna Christina Mastellone 34/6 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 15/8 fráköst, Stefania Osk Olafsdottir 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gígja Rut Gautadóttir 3/4 fráköst, Helga María Janusdóttir 3, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 2.
Fráköst: 18 í vörn, 8 í sókn.
Þór Ak.: Madison Anne Sutton 25/17 fráköst/7 stoðsendingar, Hrefna Ottósdóttir 18, Eva Wium Elíasdóttir 14/5 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 10/6 fráköst, Marín Lind Ágústsdóttir 6, Rut Herner Konráðsdóttir 6/5 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Anton Elí Einarsson.
Áhorfendur: 50