Hildur Björg Kjartansdóttir landsliðskona í körfuknattleik er komin aftur heim eftir dvöl hjá Namur í Belgíu og er gengin til liðs við Val á nýjan leik.
Hildur lék með Valsliðinu undanfarin tvö keppnistímabil og var í stóru hlutverki þegar félagið varð Íslandsmeistari 2021. Hún fór til Namur í sumar.
Hildur er fyrirliði íslenska landsliðsins og var í lykilhlutverki þar í leikjunum gegn Spáni og Rúmeníu í undankeppni EM í lok nóvember.