Yfirburðir Fjölnis gegn Blikum

Taylor Jones sækir að körfu Breiðabliks í kvöld en hún …
Taylor Jones sækir að körfu Breiðabliks í kvöld en hún skoraði 28 stig í leiknum. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjölnir vann í kvöld yfirburðasigur á Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, þegar liðin mættust í Dalhúsum í Grafarvogi, 93:51.

Fjölnir er þá með átta stig eftir ellefu leiki og náði Grindavík að stigum í fimmta til sjötta sæti. Breiðablik er áfram næstneðst í deildinni með fjögur stig.

Breiðablik var yfir eftir fyrsta leikhluta, 19:16, en Fjölniskonur sneru því við í öðrum hluta og voru komnar með góða forystu í hálfleik, 44:32. Munurinn jókst hratt í síðari hálfleiknum og Blikum tókst aðeins að skora sjö stig í fjórða og síðasta leikhluta.

Taylor Jones skoraði 28 stig fyrir Fjölni og tók 13 fráköst, Urte Slavickaite skoraði 25 stig og Simone Sill var með 19 stig og 13 fráköst.

Sanja Orozovic skoraði 19 stig og tók 14 fráköst fyrir Breiðablik og Anna Soffía Lárusdóttir skoraði tíu stig.

Gangur leiksins: 3:6, 7:12, 12:17, 16:19, 20:25, 29:27, 35:29, 44:32, 48:35, 54:39, 66:39, 73:44, 76:44, 79:46, 88:51, 93:51.

Fjölnir: Taylor Dominique Jones 28/13 fráköst, Urté Slavickaite 25/4 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Simone Sill 19/13 fráköst/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/7 fráköst/7 stoðsendingar, Heiður Karlsdóttir 6, Dagný Lísa Davíðsdóttir 4/7 fráköst, Sigrún María Birgisdóttir 3.

Fráköst: 37 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Sanja Orozovic 19/14 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10/6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 6/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 4, Birgit Ósk Snorradóttir 4.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Agnar Guðjónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka