Handleggsbrotnaði og verður lengi frá

Dagný Lísa Davíðsdóttir er handleggsbrotin.
Dagný Lísa Davíðsdóttir er handleggsbrotin. mbl.is/Óttar Geirsson

Dagný Lísa Davíðsdóttir, landsliðskona í körfubolta, handleggsbrotnaði í leik Fjölnis og Hauka í Subway-deildinni í gærkvöldi.

Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, staðfesti tíðindin við Vísi eftir leik. Dagný verður frá keppni næstu 6-8 vikurnar vegna meiðslanna. Um mikið áfall fyrir Fjölni er að ræða, en hún er einn besti leikmaður liðsins.

Dagný hefur skorað 12,3 stig, tekið 8,1 frákast og gefið 2 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert