Besti maður Stjörnunnar á förum

Robert Turner lék sinn síðasta leik með Stjörnunni í kvöld.
Robert Turner lék sinn síðasta leik með Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmennirnir Julius Jucikas og Robert Turner eru á förum frá Stjörnunni. Ingi Þór Steinþórsson staðfesti tíðindin í samtali við Körfuna.is eftir leikinn gegn KR í kvöld.

Turner er á leiðinni til félags í B-deild Frakklands, en Ingi gaf ekki út hvort Jucikas væri kominn með nýtt félag.

Um áfall er fyrir Stjörnuna að ræða, því Turner hefur verið besti leikmaður liðsins á leiktíðinni.

Hann skoraði 34 stig, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar í 99:88-sigri Stjörnunnar á KR í kvöld. Jucikas skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Julius Jucikas er einnig á förum úr Garðabænum.
Julius Jucikas er einnig á förum úr Garðabænum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert