Njarðvík ekki í vandræðum með ÍR

Dedrick Basile átti afar góðan leik fyrir Njarðvík.
Dedrick Basile átti afar góðan leik fyrir Njarðvík. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík vann sannfærandi 103:74-heimasigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.

ÍR-ingar voru enn þá inn í leiknum í hálfleik, þar sem staðan var 54:45, en Njarðvíkingar stungu algjörlega af í seinni hálfleik.

Dedrick Basile skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og gaf sex stoðsendingar. Lisandro Rasio skilaði 24 stigum og tók 12 fráköst.

Taylor Johns var langbestur hjá ÍR með 26 stig og 16 fráköst. Luciano Masarelli skoraði 12 stig og gaf sex stoðsendingar.

Njarðvík er í öðru sæti með 16 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals, sem leikur við Stjörnuna í kvöld. ÍR er í tíunda sæti með sex stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Ljónagryfjan, Subway deild karla, 05. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 4:4, 9:6, 19:11, 23:20, 32:27, 42:34, 49:40, 54:45, 57:51, 63:56, 73:60, 80:64, 88:66, 95:72, 97:72, 103:74.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 30/6 stoðsendingar, Lisandro Rasio 24/12 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 14/6 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 11, Jose Ignacio Martin Monzon 9/9 fráköst, Logi Gunnarsson 6/5 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 4, Mario Matasovic 3, Jan Baginski 2.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

ÍR: Taylor Maurice Johns 26/16 fráköst/3 varin skot, Luciano Nicolas Massarelli 12/6 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 7, Ragnar Örn Bragason 6, Martin Paasoja 5, Collin Anthony Pryor 4, Sigvaldi Eggertsson 4, Ísak Leó Atlason 2.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 156

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert