Toppliðið fékk lygilegan skell

Kjartan Atli Kjartansson og lærisveinar hans í Álftanesi fengu stóran …
Kjartan Atli Kjartansson og lærisveinar hans í Álftanesi fengu stóran skell í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álftanes, topplið 1. deildar karla í körfubolta, fékk risastóran skell er liðið heimsótti Fjölni í 14. umferð deildarinnar í dag. Fjölnismenn, sem eru í næstneðsta sæti, gerðu sér lítið fyrir og unnu 47 stiga sigur, 114:67.

Lewis Diankulu skoraði 20 stig og tók sjö fráköst í afar jöfnu og góðu Fjölnisliði. Dino Stipcic skoraði ellefu fyrir Álftanes, sem er enn með fjögurra stiga forskot á toppnum. Fjölnir er með tíu stig, enn í næstneðsta sæti.

Hamar minnkaði forskot Álftaness á toppnum með öruggum 111:73-heimasigri á botnliði Þórs frá Akureyri. Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði 29 stig fyrir Hamar. Arturo Rodríguez skoraði 27 fyrir Þór.

Gott tímabil Sindra heldur áfram, því liðið vann sannfærandi 88:59-útisigur á Selfossi. Oscar Jörgensen skoraði 24 stig fyrir Sindra, sem er í þriðja sæti. Gerald Robinson skilaði 14 stigum fyrir Selfoss, eins og Kennedy Aigbogun. Selfoss er í fjórða sæti með 16 stig, tveimur stigum á eftir Sindra.

Skallagrímur gerði góða ferð á Flúðir og vann 86:79-útisigur á Hrunamönnum. Keith Jordan skoraði 29 stig fyrir Skallagrím og Ahmad Gilbert skoraði 27 stig og tók 21 frákast fyrir Hrunamenn.

Þá vann Ármann 83:73-heimasigur á ÍA. Illugi Steingrímsson skoraði 19 stig og tók 9 fráköst fyrir Ármann. Marko Jurica skoraði 21 stig og tók 11 fráköst fyrir ÍA.

Ármann - ÍA 83:73

Kennaraháskólinn, 1. deild karla, 06. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 0:5, 7:15, 15:22, 20:25, 31:32, 39:36, 45:38, 51:40, 51:45, 53:49, 57:53, 63:58, 65:63, 70:67, 78:69, 83:73.

Ármann: Illugi Steingrímsson 19/9 fráköst, William Thompson 16/13 fráköst, Egill Jón Agnarsson 13, Snjólfur Björnsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Már Gíslason 8/4 fráköst, Guðjón Hlynur Sigurðarson 6, Arnór Hermannsson 5/5 fráköst/10 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 5/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.

Fráköst: 38 í vörn, 10 í sókn.

ÍA: Marko Jurica 21/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jalen David Dupree 19/15 fráköst, Þórður Freyr Jónsson 13, Anders Gabriel P. Adersteg 8/4 fráköst, Lucien Thomas Christofis 8, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Ingi Björn Jónsson, Arnar Þór Þrastarson.

Áhorfendur: 67

Fjölnir - Álftanes 114:67

Dalhús, 1. deild karla, 06. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 9:2, 9:6, 18:10, 18:15, 25:20, 38:29, 44:34, 50:36, 55:41, 65:45, 76:48, 85:51, 88:57, 95:59, 106:60, 114:67.

Fjölnir: Lewis Junior Diankulu 20/7 fráköst, Petar Peric 16/8 stoðsendingar, Simon Fransis 15/9 fráköst, Karl Ísak Birgisson 12/8 fráköst, Hilmir Arnarson 12, Rafn Kristján Kristjánsson 9/6 fráköst, Guðmundur Aron Jóhannesson 9, Brynjar Kári Gunnarsson 8/4 fráköst, Ísak Örn Baldursson 4, Kjartan Karl Gunnarsson 4, Bjartmar Þór Unnarsson 3, Garðar Kjartan Norðfjörð 2.

Fráköst: 36 í vörn, 10 í sókn.

Álftanes: Dino Stipcic 11/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Dúi Þór Jónsson 10/6 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 10, Srdan Stojanovic 10, Ásmundur Hrafn Magnússon 7, Ragnar Jósef Ragnarsson 5/4 fráköst, Unnsteinn Rúnar Kárason 5, Pálmi Geir Jónsson 5/4 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Daníel Steingrímsson.

Selfoss - Sindri 59:88

Vallaskóli, 1. deild karla, 06. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 2:6, 6:8, 12:15, 14:23, 14:27, 14:35, 20:39, 21:46, 27:50, 33:60, 38:61, 42:66, 48:70, 51:76, 57:86, 59:88.

Selfoss: Gerald Robinson 14/4 fráköst, Kennedy Clement Aigbogun 14/4 fráköst, Ísar Freyr Jónasson 13, Arnaldur Grímsson 6/4 fráköst, Styrmir Jónasson 4, Ísak Júlíus Perdue 4, Ari Hrannar Bjarmason 2, Birkir Hrafn Eyþórsson 2.

Fráköst: 16 í vörn, 5 í sókn.

Sindri: Oscar AlexanderTeglgard Jorgensen 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Guillermo Sanchez Daza 13/7 fráköst, Árni Birgir Þorvarðarson 12, Rimantas Daunys 11, Tomas Orri Hjalmarsson 11/7 fráköst, Ebrima Jassey Demba 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Tyler Emmanuel Stewart 5/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Guðni Hallsson 3.

Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 35

Hamar - Þór Ak. 111:73

Hveragerði, 1. deild karla, 06. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 9:5, 18:7, 25:10, 34:12, 39:19, 44:24, 49:26, 60:36, 65:41, 73:44, 82:48, 89:53, 96:53, 98:62, 106:67, 111:73.

Hamar: Björn Ásgeir Ásgeirsson 29/6 fráköst/3 varin skot, Jose Medina Aldana 18/10 stoðsendingar, Haukur Davíðsson 14, Alfonso Birgir Söruson Gomez 14/8 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/9 fráköst/4 varin skot, Mirza Sarajlija 10/5 fráköst/7 stoðsendingar/9 stolnir, Elías Bjarki Pálsson 9/6 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 3/8 fráköst, Halldór Benjamín Halldórsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 20 í sókn.

Þór Ak.: Arturo Fernandez Rodriguez 27/6 fráköst, Páll Nóel Hjálmarsson 15/4 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 12/7 fráköst, Toni Cutuk 7/11 fráköst, Andri Már Jóhannesson 5, Baldur Örn Jóhannsson 4/6 fráköst, Smári Jónsson 2/5 stoðsendingar, Zak David Harris 1.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Aron Rúnarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 35

Hrunamenn - Skallagrímur 79:86

Flúðir, 1. deild karla, 06. janúar 2023.

Gangur leiksins:: 8:2, 10:10, 14:18, 18:24, 22:29, 27:36, 31:41, 38:50, 45:54, 50:58, 54:62, 59:68, 65:76, 70:79, 72:79, 79:86.

Hrunamenn: Ahmad James Gilbert 27/21 fráköst, Samuel Anthony Burt 23/7 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 8/5 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 6, Eyþór Orri Árnason 5, Haukur Hreinsson 4, Arnór Bjarki Eyþórsson 2, Hringur Karlsson 2, Óðinn Freyr Árnason 2.

Fráköst: 27 í vörn, 15 í sókn.

Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 29/8 fráköst/3 varin skot, Milorad Sedlarevic 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, David Gudmundsson 15, Bergþór Ægir Ríkharðsson 9, Almar Orn Bjornsson 8/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/10 fráköst/6 stoðsendingar, Orri Jónsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Agnar Guðjónsson.

Áhorfendur: 45

Staðan í 1. deild karla í körfubolta.
Staðan í 1. deild karla í körfubolta. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert