Mættum ekki til leiks

Anna Ingunn í undanúrslitaleik Keflavíkur og Stjörnunnar í vikunni.
Anna Ingunn í undanúrslitaleik Keflavíkur og Stjörnunnar í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við mættum ekki til leiks og settum ekki tóninn strax og vorum alls ekki tilbúnar. Það fór allt úrskeiðis í dag sem gat farið úrskeiðis,“ sagði Anna Ingunn Svansdóttir, bakvörður Keflavíkur, í lok úrslitaleiks VÍS-bikarsins, sem Keflavík tapaði afar illa í dag. Keflavík steinlá fyrir Haukum með 28 stiga mun.

„ Dani var sú eina sem gat eitthvað og við vorum ekki að hjálpa henni, þetta er ótrúlega svekkjandi.“

Anna sagði Keflavíkurliðið ekki ætla að láta ósigurinn mikið á sig fá.

„Við ætlum að fara á fullu í restina á tímabilinu og hirða þá titla sem eftir eru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert