Króatinn yfirgefur Krókinn

Zoran Vrkic í leik með Tindastóli gegn Haukum í vetur.
Zoran Vrkic í leik með Tindastóli gegn Haukum í vetur. Mbl.is/Árni Sæberg

Króatíski körfuknattleiksmaðurinn Zoran Vrkic er á förum frá Tindastóli en hann kom til liðs við Skagfirðingana fyrir hálfu öðru ári síðan.

Tindastóll skýrði frá því á samfélagsmiðlum í kvöld að samkomulag hefði verið gert við leikmanninn um að hann hefði lokið leik fyrir liðið og honum óskað alls hins besta.

Vrkic er hávaxinn framherji sem hefur leikið víða um Evrópu á ferlinum. Hann hefur í vetur skorað 7,7 stig og tekið 4,1 fráköst að meðaltali í leik en í fyrra var hann með 9,7 stig og 4,4 fráköst í leik með Tindastólsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert