Tveir leikmenn Orlando Magic og einn leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfuknattleik hafa verið úrskurðaðir í leikbönn eftir að slagsmál brutust út í leik liðanna í fyrrinótt.
Mo Bamba hjá Orlando og Austin Rivers hjá Minnesota lenti saman og var Bamba úrskurðaður í fjögurra leikja launalaust bann og Rivers í þriggja leikja launalaust bann.
Jalen Suggs, leikmaður Orlando, fékk einnig eins leiks bann án launa fyrir að grípa í háls Rivers og toga hann niður.
Loks var Jaden McDaniels, leikmaður Minnesota, sektaður um 20.000 bandaríkjadali fyrir að ýta í bak Bamba en slapp við leikbann.
Allir fjórir leikmennirnir fengu tæknivillu í leiknum og var vísað úr húsi.