Áfall fyrir kvennalandsliðið

Hildur Björg Kjartansdóttir í fyrri leik Íslands og Spánar síðastliðið …
Hildur Björg Kjartansdóttir í fyrri leik Íslands og Spánar síðastliðið haust. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik hefur orðið fyrir miklu áfalli þar sem leikjahæsti leikmaður liðsins, Hildur Björg Kjartansdóttir úr Val, er meidd og verður því ekki með liðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2023.

Agnes María Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur, hefur verið valin í landsliðshópinn í stað Hildar Bjargar. Agnes María er nýliði og er nú valin í fyrsta sinn.

Í dag ferðast landsliðið til Ungverjalands þar sem það mun mæta heimakonum næstkomandi fimmtudag. Á sunnudag mætir Ísland svo Spáni í Laugardalshöll.

Landsliðshópurinn:

Agnes María Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4)

Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8)

Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14)

Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4)

Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6)

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2)

Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4)

Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10)

Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28)

Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2)

Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert