Curry frá í margar vikur

Steph Curry verður fjarri góðu gamni um skeið.
Steph Curry verður fjarri góðu gamni um skeið. AFP/Thearon W. Henderson

Bandaríska körfuboltastjarnan Steph Curry tekur ekki þátt í leikjum ríkjandi NBA-meistara Golden State Warriors næstu vikurnar, eftir að hann meiddist á fæti.

Curry, einn besti skotmaður körfuknattleikssögunnar, varð fyrir meiðslunum í 119:113-sigri Golden State á Dallas Mavericks aðfaranótt sunnudags.

Golden State tilkynnti í gær að efra liðband við sköflung hefði rifnað smávægilega auk þess sem hann hafi hlotið áverka neðar við fótlegginn.

Í tilkynningunni kom ekki fram hve lengi Curry yrði frá en samkvæmt Shams Carania, sérfræðingi í NBA-deildinni hjá The Athletic, verður hann frá í margar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert