Boston Celtics, topplið Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum vestanhafs, hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 106:99, er liðin mættust í Boston í nótt.
Derrick White og Malrcolm Brogdon skoruðu 19 stig hvor fyrir afar jafnt lið Boston. Joel Embiid gerði 28 fyrir Philadelphia.
Sacramento Kings hefur komið skemmtilega á óvart í Vesturdeildinni og er liðið í þriðja sæti eftir 130:128-útisigur á Houston Rockets. De‘Aron Fox skoraði 31 stig fyrir Sacramento. Jalen Green gerði 41 fyrir Houston.
Stórstjarnan Kyrie Irving fer vel af stað með Dallas Mavericks, en hann skoraði 24 stig og var stigahæstur í 110:104-útisigri liðsins á Los Angeles Clippers. Norman Powell skoraði 24 fyrir Clippers.
Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Cleveland Cavaliers – Detroit Pistons 113:85
Washington Wizards – Charlotte Hornets 118:104
Boston Celtics – Philadelphia 76ers 106:99
Miami Heat – Indiana Pacers 116:111
Toronto Raptors – San Antonio Spurs 112:98
Houston Rockets – Sacramento Kings 128:130
Utah Jazz – Minnesota Timberwolves 118:143
Los Angeles Clippers – Dallas Mavericks 104:110
Portland Trail Blazers – Golden State Warriors 125:122