Nýliðarnir skelltu toppliðinu

Hafnfirðingar umkringja Dominykas Milka í Ólafssal.
Hafnfirðingar umkringja Dominykas Milka í Ólafssal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Norbertas Giga fór mikinn fyrir nýliða Hauka þegar liðið tók á móti Keflavík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ólafssal í Hafnarfirði í 16. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri Hauka, 83:67, en Giga skoraði 21 stig, tók níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var staðan 15:15 að honum loknum. Hafnfirðingar voru hins vegar mun sterkari i öðrum leikhluta, skoruðu 29 stig gegn 18 stigum Keflvíkinga, og var staðan 44:33, Haukum í vil, í hálfleik.

Keflavíkingum tókst að minnka forskot Hafnfirðinga í átta stig í þriðja leikhluta, 53:61, en Haukarnir voru mun sterkari í fjórða leikhluta og Keflavík tókst aldrei að ógna forskoti Hafnarfjarðarliðsins að neinu viti.

Hilmar Smári Henningsson og Daniel Mortensen skoruðu 20 stig hvor fyrir Hauka en David Okeke var stigahæstur Keflvíkinga með 18 stig og ellefu fráköst.

Haukar eru með 22 stig í fjórða sæti deildarinnar, líkt og Njarðvík sem á leik til góða á Hauka, en Keflavík er sem fyrr í efsta sætinu með 24 stig.

Haukar - Keflavík 83:67

Ásvellir, Subway deild karla, 09. febrúar 2023.

Gangur leiksins: 2:2, 8:4, 11:8, 15:15, 20:18, 28:23, 32:28, 41:33, 46:33, 56:40, 61:46, 61:53, 64:55, 74:59, 76:63, 83:67.

Haukar: Norbertas Giga 21/9 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 20, Daniel Mortensen 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 11, Darwin Davis Jr. 9/7 fráköst, Breki Gylfason 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Keflavík: David Okeke 18/11 fráköst/4 varin skot, Dominykas Milka 17/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 9/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 7, Igor Maric 2, Ólafur Ingi Styrmisson 2/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 259.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert