Óvænt úrslit í Smáranum

Hákon Örn Hjálmarsson fór mikinn fyrir ÍR-inga.
Hákon Örn Hjálmarsson fór mikinn fyrir ÍR-inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hákon Örn Hjálmarsson átti mjög góðan leik fyrir ÍR þegar liðið heimsótti Breiðablik í Smárann í Kópavogi í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í 16. umferð deildarinnar.

Leiknum lauk með óvæntum sigri ÍR-inga, 104:91, en Hákon Örn skoraði 20 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

ÍR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 15 stigum í hálfleik, 61:46. ÍR-ingar juku forskot sitt í þriðja leikhluta í 18 stig og Breiðablik tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Taylor Johns átti stórleik fyrir ÍR, skoraði 18 stig, tók 17 fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Everage Richardson var stigahæstur hjá Blikum með 22 stig, fimm fráköst og tvær stoðsendingar.

ÍR fór með sigrinum upp úr fallsæti og er með tíu stig, líkt og Þór frá Þorlákshöfn sem á leik til góða á ÍR, en Breiðablik er með 16 stig í fimmta sætinu.

Breiðablik - ÍR 91:104

Smárinn, Subway deild karla, 09. febrúar 2023.

Gangur leiksins: 7:5, 15:13, 17:26, 25:30, 29:39, 36:45, 42:55, 46:61, 48:63, 50:70, 59:77, 68:86, 75:90, 78:94, 81:97, 91:104.

Breiðablik: Everage Lee Richardson 22/5 fráköst, Jeremy Herbert Smith 21, Sigurður Pétursson 13, Clayton Riggs Ladine 13/5 fráköst, Danero Thomas 10, Árni Elmar Hrafnsson 7/7 fráköst, Egill Vignisson 5.

Fráköst: 23 í vörn, 4 í sókn.

ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 20/4 fráköst, Taylor Maurice Johns 18/17 fráköst/7 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 16/6 fráköst, Collin Anthony Pryor 16/7 fráköst, Martin Paasoja 13/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 9, Ragnar Örn Bragason 7/6 fráköst, Luciano Nicolas Massarelli 5.

Fráköst: 33 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Birgir Örn Hjörvarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 210.

Nemanja Knezevic var með tvöfalda tvennu gegn KR.
Nemanja Knezevic var með tvöfalda tvennu gegn KR. mbl.is/Eggert Johannesson

Hetjuleg barátta KR dugði ekki

Höttur vann dramatískan sigur gegn KR þegar liðin mættust í MVA-höllinni á Egilstöðum, 82:81.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en staðan í hálfleik var 47:43, Hetti í vil. Hattarmenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti, skoruðu 19 stig gegn tíu stigum KR í þriðja leikhluta og var staðan 66:53, Hetti í vil, að honum loknum.

KR-ingum tókst að minnka forskot Hattar í tvö stig þegar þrjátíu sekúndur voru til leiksloka en Hattarmenn voru sterkari á lokamínútunum og fögnuðu sigri.

Nemanja Knezevic og Bryan Alberts skoruðu báðir 14 stig fyrir Hött, en Knezevic tók einnig tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Antonio Williams var stigahæstur hjá KR með 19 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar.

Höttur er með 12 stig í níunda sætinu en KR er sem fyrr á botni deildarinnar með fjögur stig.

Höttur - KR 82:81

MVA-höllin Egilsstöðum, Subway deild karla, 09. febrúar 2023.

Gangur leiksins: 10:9, 16:17, 18:20, 26:23, 34:27, 37:34, 44:39, 47:43, 55:43, 60:43, 64:49, 66:53, 66:56, 72:62, 72:72, 82:81.

Höttur: Nemanja Knezevic 14/10 fráköst, Bryan Anton Alberts 14, David Guardia Ramos 12, Gísli Þórarinn Hallsson 11, Adam Eiður Ásgeirsson 8/7 fráköst, Matej Karlovic 8, Obadiah Nelson Trotter 7/8 fráköst, Timothy Guers 6/6 fráköst, Juan Luis Navarro 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

KR: Antonio Deshon Williams 19/8 fráköst/7 stoðsendingar, Brian Edward Fitzpatrick 16/8 fráköst, Justas Tamulis 14/4 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 14, Veigar Áki Hlynsson 6, Aapeli Elmeri Ristonpoika Alanen 6, Gunnar Ingi Harðarson 5, Lars Erik Bragason 1.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 208.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert