Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði í dag einn leikmann og einn þjálfara í bann fyrir háttsemi í leikjum í lok janúar og byrjun febrúar.
Gríski leikmaðurinn Gaios Skordilis hjá Grindavík var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik Grindavíkur og ÍR í Subway-deildarinnar 3. febrúar.
Er það í annað sinn sem hann er úrskurðaður í bann, en Skordilis fór í tveggja leikja bann eftir leik Grindavíkur og Njarðvíkur 4. nóvember.
Þá er Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR, kominn í tveggja leikja bann fyrir háttsemi sína í leik KR og ÍR í 12. flokki kvenna. Er það í annað sinn sem hann er úrskurðaður í bann, en hann var fór einnig í bann í september á síðasta ári.
Bannið gildir þó einungis um 12. flokk og getur hann því áfram þjálfað meistaraflokkslið KR í 1. deild kvenna.