Gríska undrið keyrði yfir Lakers

Giannis Antetokounmpo í baráttu við Anthony Davis í nótt.
Giannis Antetokounmpo í baráttu við Anthony Davis í nótt. AFP/Harry How

Giannis Antetokounmpo átt stórleik er Milwaukee Bucks vann öruggan 115:106-útisigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt.

Grikkinn skoraði 38 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dennis Schroder var stigahæstur hjá Lakers með 25 stig og gaf hann einnig tólf stoðsendingar.

Lakers lék án LeBron James, sem varð stigahæstur í sögu deildarinnar í leiknum gegn Oklahoma City Thunder í síðustu umferð.

Denver Nuggets, topplið Vesturdeildarinnar, tapaði óvænt fyrir Orlando Magic á útivelli, 104:115. Wendell Carter Jr. var stigahæstur í mjög jöfnu liði Orlando með 19 stig. Aaron Gordon skoraði 37 fyrir Denver.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Orlando Magic – Denver Nuggets 115:104
Atlanta Hawks – Phoenix Suns 116:107
Brooklyn Nets – Chicago Bulls 116:105
Los Angeles Lakers – Milwaukee Bucks 106:115

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert