Njarðvík í annað sætið

Dedrick Basile átti stórleik fyrir Njarðvík í kvöld.
Dedrick Basile átti stórleik fyrir Njarðvík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík, 94:71, þegar liðin áttust við í Suðurnesjaslag í Subway-deild karla í körfuknattleik í Grindavík í kvöld. Með sigrinum fór Njarðvík upp í annað sæti deildarinnar.

Njarðvík var með undirtökin í fyrri hálfleik og leiddi með 14 stigum, 49:35, að honum loknum.

Í síðari hálfleik tóku Grindvíkingar hins vegar einkar vel við sér og voru búnir að minnka muninn niður í sex stig, 65:59, þegar þriðja leikhluta var lokið.

Í fjórða leikhluta tóku gestirnir úr Njarðvík hins vegar aftur vel við sér og sigldu að lokum öruggum 23 stiga sigri í höfn.

Dedrick Basile var stigahæstur hjá Njarðvík með 23 stig og tók hann auk þess níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Mario Matasovic var skammt undan með 18 stig og átta fráköst.

Stigahæstur í leiknum var hins vegar Damier Pitts með 27 stig fyrir Grindavík. Næstur á eftir honum kom Ólafur Ólafsson með 15 stig og 12 fráköst.

Með sigrinum jafnaði Njarðvík Keflavík og Val að stigum og fór upp fyrir Val í annað sætið. Öll þrjú lið eru nú með 24 stig.

Grindavík heldur kyrru fyrir í áttunda sæti þar sem liðið er með 14 stig.

Grindavík - Njarðvík 71:94

HS Orku-höllin, Subway deild karla, 10. febrúar 2023.

Gangur leiksins:: 7:9, 16:16, 19:20, 19:24, 21:31, 26:36, 30:44, 35:49, 42:54, 50:56, 52:60, 59:65, 64:70, 64:74, 64:80, 71:94.

Grindavík : Damier Erik Pitts 27, Ólafur Ólafsson 15/13 fráköst, Zoran Vrkic 9/4 fráköst, Valdas Vasylius 8/4 fráköst, Bragi Guðmundsson 8/4 fráköst, Magnús Engill Valgeirsson 3, Kristófer Breki Gylfason 1.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 23/9 fráköst/8 stoðsendingar, Lisandro Rasio 19/13 fráköst, Mario Matasovic 18/8 fráköst, Nicolas Richotti 15, Rafn Edgar Sigmarsson 7/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 5/5 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Maciek Stanislav Baginski 2, Ólafur Helgi Jónsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson, Jon Thor Eythorsson.

Áhorfendur: 307

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert