Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var stigahæstur er Rytas hafði betur gegn Gargzdai á heimavelli í efstu deild litháíska körfuboltans í dag, 102:72.
Elvar skoraði 22 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 24 mínútum á gólfinu hjá sínu liði.
Rytas er í öðru sæti deildarinnar með 14 sigra og fjögur töp eftir 18 leiki. Hefur liðið unnið fjóra leiki í röð og saxað á Zalgiris Kaunas á toppnum, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð.