Tvíframlengt í Detroit

Jalen Duren keyrir að körfunni í nótt.
Jalen Duren keyrir að körfunni í nótt. AFP/Mike Mulholland

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tvíframlengja þurfti í Detroit þar sem heimamenn í Detroit Pistons tóku á móti San Antonio Spurs.

Jafnt var á ölum tölum, 113:113, eftir venjulegan leiktíma og aftur eftir framlengingu, 125:125. Það voru heimamenn í Detroit sem voru sterkari á lokasprettinum í seinni framlegingunni og höfðu að lokum sjö stiga sigur, 138:131.

Jalen Duren skoraði 30 stig og setti persónulegt stigamet en hann tók einnig 17 fráköst fyrri Detroit. Atkvæðamestur heimamanna var þó Bojan Bogdanovic með 32 stig. Devonte Graham skoraði 31 stig fyrir San Antonio í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Detroit er í 14. og næst síðasta sæti Austur-deildarinnar með 15 sigra að loknum 57 leikjum og San Antonio í sömu stöðu í Vestur-deildinni með 14 sigra að loknum 56 leikjum.

Öll úrslit næturinnar

LA Clippers - Milwaukee 106:119
New Orleans - Cleveland 107:118
Portland - Oklahoma 129:138
Sacramento - Dallas 114:122
Memphis - Minnesota 128:107
Miami - Houston 97:95
Boston - Charlotte 127:116
Toronto - Utah 116:122
Detroit - San Antonio 138:131 (eftir framlengingu)
Indiana - Phoenix 104:117
Philadelphia - New York 119:108
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert