Framlengt í vestri og austri

Domantas Sabonis keyrir að körfunni í nótt. Hann var drjúgur …
Domantas Sabonis keyrir að körfunni í nótt. Hann var drjúgur fyrir heimamenn. AFP/Thearon W. Henderson

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Sacramento Kings hafði betur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í framlengdum leik, 133:128.

De'Aaron Fox var stigahæstur allra með 36 stig í liði Sacramento en hann gaf einnig fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst fyrir heimamenn. Domantas Sabonis skoraði 22 stig og tók 14 fráköst og Terrence Davis skoraði einnig 22 stig en hann tók að auki sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Kyrie Irving skoraði 28 stig fyrir Dallas og Luka Doncic skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Sacramento situr í 3. sæti Vesturdeildar með 32 sigra í 56 leikjum en Dallas í fjórða sæti sömu deildar með 31 sigur í 58 leikjum.

Í baráttunni um Flórídaskagann höfðu gestirnir í Miami Heat betur gegn gestgjöfunum í Orlando Magic eftir framlengingu, 103:107.

Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Miami og tók að auki sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 23 stig fyrir gestina.

Paolo Banchero skoraði 16 stig og tók 13 fráköst fyrir Orlando og Markelle Fultz bætti við 17 stigum.

Miami situr í 6. sæti Austurdeildar með 32 sigra í 57 leikjum en Orlando er í 13. sæti sömu deildar með 23 sigra í 57 leikjum.

Öll úrslit næturinnar:

Sacramento - Dallas 133:128 (eftir framlengingu)
Golden State - LA Lakers 103:109
Cleveland - Chicago 97:89
Atlanta - San Antonio 125:106
New York - Utah 126:120
Charlotte - Denver 105:119
Orlando - Miami 103:107 (eftir framlengingu)
Washington - Indiana 127:113
Brooklyn - Philadelphia 98:101

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert