Annar sigur Pavels kom gegn Hetti

Sigtryggur Arnar Björnsson lék afar vel.
Sigtryggur Arnar Björnsson lék afar vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tindastóll vann í kvöld öruggan 109:88-heimasigur á Hetti í Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll vann alla fjóra leikhlutana og leikinn í leiðinni með sannfærandi hætti.

Er um annan sigur Tindastóls að ræða síðan Pavel Ermolinskij tók við liðinu, en hann hefur stýrt því í fjórum leikjum.

Skagfirðingar voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn og munaði ellefu stigum á liðunum í hálfleik, 56:45. Tindastóll hélt svo áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik og var ljóst í hvað stefndi áður en fjórði leikhluti fór af stað.

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 32 stig fyrir Tindastól og Keyshawn Woods bætti við 18 stigum. Bryan Alberts gerði 20 fyrir Hött og Timothy Guers 15.

Tindastóll er í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig og Höttur í tíunda sæti með 12 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Sauðárkrókur, Subway deild karla, 13. febrúar 2023.

Gangur leiksins: 6:6, 14:14, 19:18, 28:25, 35:31, 41:31, 46:37, 56:45, 61:48, 71:51, 76:57, 82:65, 92:71, 96:74, 102:79, 109:88.

Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 32/4 fráköst/6 stoðsendingar, Antonio Keyshawn Woods 18/5 stoðsendingar, Davis Geks 14, Taiwo Hassan Badmus 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Adomas Drungilas 10/9 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 10, Pétur Rúnar Birgisson 6/4 fráköst, Orri Svavarsson 3, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2, Helgi Rafn Viggósson 2/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Höttur: Bryan Anton Alberts 20, Timothy Guers 15, Adam Eiður Ásgeirsson 14, David Guardia Ramos 11, Juan Luis Navarro 6, Matej Karlovic 6/4 fráköst, Nemanja Knezevic 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Obadiah Nelson Trotter 5, Gísli Þórarinn Hallsson 5.

Fráköst: 19 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 350.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert