Frestaður leikur á Sauðárkróki í kvöld

Stólarnir fá Hattarmenn í heimsókn í kvöld.
Stólarnir fá Hattarmenn í heimsókn í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn leikur fer fram í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Tindastóll fær þá Hött í heimsókn á Sauðárkrók í frestuðum leik.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram þann 2. febrúar síðastliðinn en var frestað vegna erfiðra veðurskilyrða sem gerði Hetti ókleift að ferðast á Sauðárkrók.

Liðin tvö eru á svipuðu róli í deildinni og sigur í kvöld því mikilvægur fyrir þau bæði.

Tindastóll er í sjöunda sæti með 14 stig en Höttur er í tíunda sæti með 12 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert