Njarðvíkingurinn stóð fyrir sínu

Elvar Már Friðriksson stóð fyrir sínu.
Elvar Már Friðriksson stóð fyrir sínu. Ljósmynd/FIBA

Rytas átti ekki í neinum vandræðum með að vinna útisigur á Pieno Zvaigzdes í efstu deild Litháens í körfubolta í kvöld. Urðu lokatölur 107:72.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti flottan leik fyrir Rytas, skoraði tíu stig og gaf sex stoðsendingar á rúmlega 18 mínútum.

Rytas er í öðru sæti deildarinnar með 15 sigra og fjögur töp. Zalgiris Kaunas er efst með 16 sigra og þrjú töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert