Jón Axel Guðmundsson átti mjög góðan leik fyrir Pesaro þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í körfuknattleik með sigri gegn Varese í Tórínó í kvöld.
Leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Pesara, 84:80, en Jón Axel skoraði 13 stig og var næststigahæstur hjá ítalska liðinu.
Þá tók Grindvíkingurinn tvö fráköst og gaf þrjá stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann lék en aðeins Vasilis Charalampopoulos skoraði meira og spilaði meira en Jón Axel í kvöld.
Pesaro mætir Brescia í undanúrslitum keppninnar þann 18. febrúar í Tórínó og takist liðinu að leggja Brescia að velli leikur það til úrslita þann 19. febrúar.