Spánn hefur tilkynnt hvaða 16 leikmenn munu halda til Íslands og mæta þar íslenska liðinu í undankeppni HM 2023 í körfuknattleik karla í næstu viku.
Hópurinn er að þessu sinni skipaður reynsluminni leikmönnum þar sem leikjahæsti leikmaðurinn er Joel Parra hjá Joventut Badalona, með 24 leiki.
Enginn leikmaður úr NBA-deildinni mun taka þátt í verkefninu að þessu sinni og leika raunar allir nema einn í úrvalsdeildinni í heimalandinu, Juan Núnez hjá Ulm í þýsku úrvalsdeildinni.
Leikmannahópur Spánar:
Francis Alonso, Surne Bilbao Basket – 4 leikir
Jonathan Barreiro, Unicaja – 10 leikir
Ferran Bassas, Gran Canaria – 9 leikir
Pep Busquets, Joventut Badalona - 1 leikur
Michael Caicedo, Coviran Granada – 0 leikir
Alberto Díaz, Unicaja – 23 leikir
Sergi García, Rio Breogán – 6 leikir
Fran Guerra, Tenerife - 12 leikir
Rubén Guerrero, Monbus Obradoiro - 8 leikir
Juan Núnez, Ulm – 5 leikir
Joel Parra, Joventut Badalona - 24 leikir
Tyson Pérez, Real Betis – 2 leikir
Miquel Salvo, Gran Canaria, 5 leikir
Jaume Sorolla, Básquet Girona – 0 leikir
Edgar Vicedo, Monbus Obradoiro – 7 leikir
Eric Vila, Básquet Girona – 1 leikur