Njarðvík á toppinn með 40 stiga sigri

Mario Matasovic var með tvöfalda tvennu fyrir Njarðvík í kvöld.
Mario Matasovic var með tvöfalda tvennu fyrir Njarðvík í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík vann magnaðan sigur á Breiðabliki, 135:95, þegar liðin áttust við í Subway-deild karla í körfuknattleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Njarðvík leiddi þó með tíu stigum, 67:57.

Í síðari hálfleik sáu Blikar ekki til sólar á meðan Njarðvíkingar léku við hvurn sinn fingur og unnu að lokum gífurlega öruggan 40 stiga sigur.

Nacho Martín var stigahæstur hjá Njarðvík með 31 stig og sjö fráköst. Þrír liðsfélagar hans skoruðu svo 20 stig eða meira.

Lisandro Rasio skoraði 22 stig, Dedrick Basile skoraði 21 stig og Mario Matasovic skoraði 20 stig auk þess að taka 11 fráköst.

Stigahæstur í leiknum var hins vegar Everage Richardson með 34 stig fyrir Breiðablik.

Með sigrinum fór Njarðvík upp í toppsæti deildarinnar þar sem liðið er nú með 26 stig.

Breiðablik er í sjötta sæti með 16 stig.

Njarðvík - Breiðablik 135:95

Ljónagryfjan, Subway deild karla, 16. febrúar 2023.

Gangur leiksins:: 0:11, 6:13, 19:21, 29:27, 36:35, 42:43, 54:49, 67:57, 69:64, 83:70, 93:76, 103:79, 114:82, 118:86, 126:92, 135:95.

Njarðvík: Jose Ignacio Martin Monzon 31/7 fráköst, Lisandro Rasio 22/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 21/5 fráköst/5 stoðsendingar, Mario Matasovic 20/11 fráköst, Nicolas Richotti 9/5 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Elías Bjarki Pálsson 6, Haukur Helgi Pálsson 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 4/6 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 3, Logi Gunnarsson 3, Jan Baginski 3.

Fráköst: 42 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Everage Lee Richardson 34/6 fráköst, Jeremy Herbert Smith 14, Clayton Riggs Ladine 12/5 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 11, Danero Thomas 11/4 fráköst, Sigurður Pétursson 5/4 fráköst, Ólafur Snær Eyjólfsson 3, Egill Vignisson 3, Aron Elvar Dagsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jon Thor Eythorsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert