Haukar unnu frábæran endurkomusigur á ÍR, 95:88, í Subway-deild karla í körfuknattleik er liðin mættust í Breiðholti í kvöld.
Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru með yfirhöndina til að byrja með og leiddu með sjö stigum, 28:21, að loknum fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta sneri ÍR hins vegar taflinu við svo um munaði og leiddu með sjö stigum, 54:47.
Í síðari hálfleik héldu ÍR-ingar dampi og voru enn með gott forskot, 73:63, þegar þriðja leikhluta var lokið.
Í fjórða leikhluta söxuðu Haukar hins vegar á forskot Breiðhyltinga í sífellu, jöfnuðu metin í 88:88 þegar aðeins rúm mínúta var eftir, bættu við sjö stigum undir blálokin og tryggðu sér magnaðan sjö stiga sigur.
Stigahæstur í leiknum var Darwin Davis með 29 stig fyrir Hauka. Daniel Mortensen bætti við 22 stigum og tók níu fráköst að auki. Norbertas Giga skoraði þá 20 stig og tók 11 fráköst.
Stigahæstur hjá ÍR var Sigvaldi Eggertsson með 21 stig og sjö fráköst. Strax í humátt á eftir honum kom Martin Paasoja með 20 stig og níu fráköst.
Haukar eru áfram í fjórða sæti deildarinnar en nú með 24 stig, jafnmörg og Valur og Keflavík í sætunum fyrir ofan.
ÍR er áfram í ellefta sæti, fallsæti, með tíu stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Skógarsel, Subway deild karla, 16. febrúar 2023.
Gangur leiksins: 7:6, 10:12, 17:19, 21:28, 27:30, 32:38, 45:42, 54:47, 59:47, 61:51, 69:57, 73:63, 76:66, 80:75, 86:84, 88:95.
ÍR: Sigvaldi Eggertsson 21/7 fráköst, Martin Paasoja 20/9 fráköst/5 stolnir, Taylor Maurice Johns 15/14 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 13/7 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Ragnar Örn Bragason 3.
Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.
Haukar: Darwin Davis Jr. 29/5 stoðsendingar, Daniel Mortensen 22/9 fráköst, Norbertas Giga 20/11 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 12, Daníel Ágúst Halldórsson 6, Orri Gunnarsson 3, Emil Barja 3.
Fráköst: 19 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frímannsson.
Áhorfendur: 167.