Toppliðin unnu bæði

Malcolm Brogdon var stigahæstur hjá Boston í nótt.
Malcolm Brogdon var stigahæstur hjá Boston í nótt. AFP/Stacy Revere

Boston Celtics og Denver Nuggets unnu bæði leiki sína í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Malcolm Brogdon skoraði 25 stig, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar í 127:109-sigri gegn Detroit Pistons í Boston.

Þá var Jeff Green stigahæstur hjá Denver Nuggets þegar liðið vann 118:109-sigur gegn Dallas Mavericks á heimavelli en Green skoraði 24 stig.

Boston er í efsta sæti austurdeildarinnar með 41 sigur gegn Denver sem er í efsta sæti vesturdeildarinnar, líka með 41 sigur.

Úrslit næturinnar í NBA:

Charlotte – San Antonio 120:110
Indiana – Chicago 117:113
Atlanta – New York 101:122
Boston – Detroit 127:109
Brooklyn – Miami 116:105
Philadelphia – Cleveland 118:112
Memphis – Utah 117:111
Oklahoma City – Houston 133:96
Denver – Dallas 118:109
LA Lakers – New Orleans 120:102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert