Kristinn stórgóður í sigri

Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson lék afar vel í gær.
Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson lék afar vel í gær. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson átti stórleik fyrir Leeuwarden í átta stiga sigri á Groningen, 88:80, í í BNXT-deild­inni í körfu­bolta, úr­vals­deild Hol­lands og Belg­íu, í gær.

Njarðvíkingurinn setti 21 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 30 mínútum. Hann var næst stigahæsti maður leiksins. 

Leeuwarden er í fjórða sæti með 11 sigra og sjö töp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert