Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson átti stórleik fyrir Leeuwarden í átta stiga sigri á Groningen, 88:80, í í BNXT-deildinni í körfubolta, úrvalsdeild Hollands og Belgíu, í gær.
Njarðvíkingurinn setti 21 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 30 mínútum. Hann var næst stigahæsti maður leiksins.
Leeuwarden er í fjórða sæti með 11 sigra og sjö töp.