Öruggt hjá Keflavík í grannaslagnum

Keflvíkingar voru sterkari í grannaslagnum.
Keflvíkingar voru sterkari í grannaslagnum. mbl.is/Óttar Geirsson

Keflavík vann öruggan 84:61-heimasigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Keflvíkingar voru með 18:9-forskot eftir fyrsta leikhlutann og voru hálfleikstölur 39:35, eftir betri annan leikhluta hjá Grindavík.

Keflavík var hins vegar sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann sannfærandi sigur.

Daniela Wallen skoraði 19 stig, tók 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Keflavík og Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 18 stig. Danielle Rodríguez skoraði 19 fyrir Grindavík.

Keflavík er í toppsætinu með 36 stig, fjórum stigum meira en Valur, en Valur leikur við Fjölni í kvöld. Grindavík er í fimmta sæti með 16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert