Hilmar Pétursson átti flottan leik fyrir Münster er liðið mátti þola 75:91-tap gegn Bremerhaven í B-deild Þýskalands í körfubolta í gær.
Hilmar skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 28 mínútum á vellinum.
Liðið er í 14. sæti deildarinnar af 18 liðum, með níu sigra og fjórtán töp.