Hjálmar tekinn inn í hópinn

Hjálmar Stefánsson hefur verið boðaður til æfinga með íslenska landsliðinu, …
Hjálmar Stefánsson hefur verið boðaður til æfinga með íslenska landsliðinu, sem býr sig undir lokaleiki sína í undankeppni HM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjálmar Stefánsson hefur verið boðaður til æfinga með íslenska landsliðinu í körfubolta, sem býr sig um þessar mundir undir leiki gegn Spáni hér heima og Georgíu ytra í undankeppni heimsmeistaramótsins árið 2023.

Um er að ræða lokaleiki Íslands í undankeppninni. Íslenski hópurinn var tilkynntur í síðustu viku en þá voru tilkynntir 15 leikmenn.

Hjálmar, sem á að baki 18 leiki fyrir A-landslið Íslands, verður 16. leikmaðurinn í hópnum en aðeins er heimilt að skrá 12 leikmenn á leikskýrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert