LeBron James meiddist á úlnlið í stjörnuleik NBA-deildarinnar í nótt.
Hann var fyrirliði LeBron liðsins gegn liði Giannis [Antetokounmpo].
Í leiknum, sem lið Giannis vann, meiddist James á hönd við troðslu og gat ekki tekið frekari þátt.
Á blaðamannafundi eftir leik sagði James meiðslin þó ekki vera alvarleg.