Grindavík nálgast fjórða sætið

Danielle Rodriguez átti stórleik í kvöld.
Danielle Rodriguez átti stórleik í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Danielle Rodriguez fór mikinn fyrir Grindavík þegar liðið tók á móti ÍR í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í HS Orku-höllinni í Grindavík í 21. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með fimmtán stiga sigri Grindavíkur, 77:62, en Rodriguez skoraði 21 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Grindavík var sterkari aðilinn allan tímann og leiddi með 16 stigum í hálfleik, 42:26. ÍR-ingar voru aldrei líklegir til þess að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik og Grindavík fagnaði sigri.

Elma Dautovic skoraði 15 stig og tók 14 fráköst hjá Grindavík en Greeta Uprus var stigahæst hjá ÍR með 18 stig, 12 fráköst og fimm stoðsendingar.

Grindavík er með 18 stig í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum minna en Njarðvík, en ÍR er á botninum með tvö stig.

Gangur leiksins: 6:0, 13:4, 15:6, 22:11, 28:14, 28:17, 36:26, 42:26, 53:28, 58:32, 58:39, 60:45, 66:47, 69:52, 69:56, 77:62.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 21/6 fráköst/8 stoðsendingar, Elma Dautovic 15/14 fráköst/6 stolnir, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 9/11 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6/10 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 5/5 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 4/4 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 30 í sókn.

ÍR: Greeta Uprus 18/12 fráköst/5 stoðsendingar, Nína Jenný Kristjánsdóttir 12/5 fráköst/3 varin skot, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 11/5 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 10, Sólrún Sæmundsdóttir 5, Arndís Þóra Þórisdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 2/7 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Elías Karl Guðmundsson.

Áhorfendur: 55.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert