Valskonur tveimur stigum frá toppnum

Kiana Johnson var stigahæst hjá Val í kvöld.
Kiana Johnson var stigahæst hjá Val í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Kiana Johnson átti stórleik fyrir Val þegar liðið heimsótti Njarðvík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryfjuna í Njarðvík í 21. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með þriggja stiga sigri Vals, 77:74, en Kiana skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar í leiknum.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 42:34, Val í vil, í hálfleik. Valskonur voru áfram með yfirhöndina í síðari hálfleik og leiddu 60:54 að þriðja leikhluta loknum.

Njarðvík tókst að minnka forskot Vals í eitt stig, 71:72, þegar rúm mínúta var til leiksloka en lengra komust þær ekki og Valur fagnaði sigri.

Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig fyrir Val og tók sjö fráköst en Raquel De Lima var stigahæst hjá Njarðvík með 22 stig, sex fráköst og þrjár stoðsendingar.

Valur er með 36 stig í öðru sæti deildarinnar en Njarðvík er í því fjórða með 22 stig.

Gangur leiksins: 4:4, 14:8, 16:14, 20:18, 23:23, 26:29, 30:35, 34:40, 41:42, 48:45, 52:53, 54:60, 57:65, 66:70, 68:72, 74:77.

Njarðvík: Raquel De Lima Viegas Laneiro 22/6 fráköst, Lavinia Joao Gomes Da Silva 18/4 fráköst/7 stoðsendingar, Aliyah A'taeya Collier 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 29/7 fráköst/8 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 13/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 11/10 fráköst, Simone Gabriel Costa 10, Eydís Eva Þórisdóttir 6, Sara Líf Boama 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4.

Fráköst: 25 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 108.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert