Ísland leikur í kvöld sinn tuttugasta leik í baráttunni um að komast á heimsmeistaramót karla í körfubolta í fyrsta skipti þegar heimsmeistararnir frá Spáni mæta í Laugardalshöllina.
Tuttugu leikir í forkeppni og undankeppni er hreint ótrúlegur fjöldi, sem og sá tími sem þetta hefur tekið.
Þegar ferðalagið hófst með ósigri í Kósóvó, í fyrstu umferð í forkeppni í febrúar árið 2020, sáu fáir það fyrir að í febrúar 2023 ætti Ísland enn möguleika á að vinna sér sæti á HM og myndi samtals spila 21 leik í forkeppni og undankeppni.
En á þessari löngu leið hefur Ísland sigrað Slóvakíu, Lúxemborg, Kósóvó og Danmörku í tveimur umferðum í forkeppni, og eftir það hafa Ítalir, Hollendingar og Úkraínumenn verið lagðir að velli í fyrstu og annarri umferð í sjálfri undankeppninni. Sumar þessara þjóða hafa verið sigraðar tvívegis.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu, sem kom út í morgun.