Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nikola Jokic var enn og aftur allt í öllu í sigri Denver Nuggets. Denver kom til baka undir lokin og með 14:4 kafla á lokamínútunum vann liðið góðan útisigur á Cleveland Cavaliers, 115:109.
Jokic dró vagninn fyrir Denver með enn eina þrefalda tvennuna á tímabilinu eða 24 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Þetta er í 22. skiptið sem Jokic nær þrefaldri tvennu í 60 leikjum. Denver hefur sigrað 42 leiki á tímabilinu og trónir á toppi Vesturdeildarinnar.
Öll úrslit næturinnar:
Cleveland - Denver 109:115
Indiana - Boston 138:142 (eftir framlengingu)
Orlando - Detroit 108:106
Philadelphia - Memphis 110:105
Toronto - New Orleans 115:110
Dallas - San Antonio 142:116
Utah - Oklahoma 120:119 (eftir framlengingu)
LA Lakers - Golden State 124:111
Sacramento - Portland 133:116