Álftnesingar nálgast úrvalsdeildina

Dino Stipcic er í stóru hlutverki hjá Álftanesi og á …
Dino Stipcic er í stóru hlutverki hjá Álftanesi og á hér í höggi við Keflvíkinga í bikarleik í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lið Álftaness færist enn nær því takmarki sínu að komast upp í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Ármenningum í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gærkvöld, 96:76.

Álftanes hefur unnið 19 af 22 leikjum sínum í 1. deildinni í vetur og er með 38 stig. Hamar er eina liðið sem getur stöðvað Álftnesingana í að vinna deildina og fara beint upp en Hamar er með 34 stig og á leik til góða á heimavelli gegn Sindra á mánudagskvöldið. Sindri er síðan í þriðja sætinu með 28 stig.

Liðin í öðru og fimmta sæti fara í um spil um eitt sæti í úrvalsdeildinni og ljóst er að Sindri fer þangað ásamt Hamri eða Álftanesi. Skallagrímur er líka nær öruggur í umspilið og er með 26 stig eftir stórsigur á Þór frá Akureyri í Borgarnesi í gærkvöld, 97:64. Fjölnir á alla möguleika á að verða fjórða liðið í umspilinu eftir sigur á Hrunamönnum í gærkvöld, 93:85. Fjölnir er með 22 stig í fimmta sætinu, á undan Selfossi og Hrunamönnum sem eru með 18 stig.

Úrslit og tölfræði leikjanna í gærkvöld:

Skallagrímur - Þór Ak. 97:64

Borgarnes, 1. deild karla, 24. febrúar 2023.

Gangur leiksins:: 3:7, 15:7, 17:12, 26:14, 33:16, 40:27, 44:30, 48:36, 54:39, 61:41, 69:46, 77:54, 90:56, 94:60, 97:62, 97:64.

Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 23/9 fráköst, Milorad Sedlarevic 13, David Gudmundsson 13, Marino Þór Pálmason 13, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/9 fráköst/9 stoðsendingar, Almar Orri Kristinsson 9, Bergþór Ægir Ríkharðsson 6/4 fráköst, Almar Orn Bjornsson 4, Orri Jónsson 3/5 stoðsendingar, Kristján Sigurbjörn Sveinsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Þór Ak.: Baldur Örn Jóhannesson 22/16 fráköst/8 stoðsendingar, Zak David Harris 11, Páll Nóel Hjálmarsson 10/4 fráköst, Smári Jónsson 8/5 stoðsendingar, Fannar Ingi Kristínarson 6, Toni Cutuk 3, Arngrímur Friðrik Alfredsson 2, Andri Már Jóhannesson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Sævar Snorrason.

Áhorfendur: 203

Ármann - Álftanes 76:96

Kennaraháskólinn, 1. deild karla, 24. febrúar 2023.

Gangur leiksins:: 4:5, 16:7, 19:14, 25:21, 31:24, 33:26, 39:33, 42:43, 46:51, 50:55, 50:64, 54:66, 58:74, 63:80, 69:88, 76:96.

Ármann: Kristófer Már Gíslason 15, Arnór Hermannsson 15/14 fráköst, William Thompson 10, Austin Magnus Bracey 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 8/11 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 5, Snjólfur Björnsson 5, Guðjón Hlynur Sigurðarson 3, Hjörtur Kristjánsson 2, Gunnar Örn Ómarsson 2, Halldór Fjalar Helgason 2.

Fráköst: 36 í vörn, 7 í sókn.

Álftanes: Srdan Stojanovic 15/10 fráköst/5 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 15/5 fráköst/9 stoðsendingar, Dino Stipcic 13, Ragnar Jósef Ragnarsson 13, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/7 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 11, Unnsteinn Rúnar Kárason 11, Snjólfur Marel Stefánsson 4, Steinar Snær Guðmundsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jon Thor Eythorsson.

Áhorfendur: 89

Fjölnir - Hrunamenn 93:85

Dalhús, 1. deild karla, 24. febrúar 2023.

Gangur leiksins:: 6:7, 6:14, 11:19, 18:25, 23:30, 25:32, 27:35, 31:43, 41:51, 46:56, 55:64, 63:70, 71:74, 83:77, 90:82, 93:85.

Fjölnir: Simon Fransis 29/10 fráköst, Lewis Junior Diankulu 27/18 fráköst, Hilmir Arnarson 15, Karl Ísak Birgisson 9/5 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 5/7 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 3, Petar Peric 3, Guðmundur Aron Jóhannesson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 16 í sókn.

Hrunamenn: Ahmad James Gilbert 23/13 fráköst/5 stoðsendingar, Samuel Anthony Burt 18/7 fráköst/5 stolnir, Yngvi Freyr Óskarsson 16/8 fráköst, Eyþór Orri Árnason 13/4 fráköst, Dagur Úlfarsson 8, Friðrik Heiðar Vignisson 4/5 fráköst, Þorkell Jónsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Svan Sverrisson.

Selfoss - ÍA 72:76

Vallaskóli, 1. deild karla, 24. febrúar 2023.

Gangur leiksins:: 4:5, 9:9, 16:11, 20:22, 20:26, 25:28, 34:35, 40:37, 44:37, 48:42, 52:46, 58:50, 61:57, 61:61, 68:69, 72:76.

Selfoss: Kennedy Clement Aigbogun 14/10 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 13/4 fráköst, Gerald Robinson 12, Arnaldur Grímsson 12/9 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 11/9 fráköst, Ísar Freyr Jónasson 8, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.

Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn.

ÍA: Jalen David Dupree 23/14 fráköst, Þórður Freyr Jónsson 19/7 stoðsendingar, Lucien Thomas Christofis 13, Anders Gabriel P. Adersteg 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Frank Gerritsen 5, Jónas Steinarsson 4, Ellert Þór Hermundarson 2, Júlíus Duranona 2.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Einar Valur Gunnarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 56

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert