Meðal tólf bestu liða?

Heimsmeistarabikarinn 2023 var til sýnis í Laugardalshöllinni á leik Íslands …
Heimsmeistarabikarinn 2023 var til sýnis í Laugardalshöllinni á leik Íslands og Spánar, vegna þess að Ísland er í hópi þeirra þjóða sem enn geta unnið sér keppnisrétt á HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Föstudaginn 25. ágúst verður flautað til leiks á nítjánda heimsmeistaramóti karla í körfubolta, sem leikið verður í þremur löndum í Austur-Asíu, Indónesíu, Japan og Filippseyjum.

Þátttaka á þessu móti hefur ávallt verið fjarlægur draumur fyrir íslenska körfuboltamenn, vægast sagt. Þeir hafa aldrei verið nálægt því að komast í hóp 10-12 fremstu þjóða Evrópu, sem þarf til þess að ná inn á þetta stóra svið.

En nú eru breyttir tímar. Eftir einstaklega langa forkeppni og undankeppni, þar sem 20 leikir eru að baki á þremur árum, er íslenska landsliðið einum leik frá því að komast á HM í fyrsta skipti. Erfiðum útileik í Tbilisi gegn Georgíu á morgun, gegn þjóð sem er með körfuboltann sem sína vinsælustu íþrótt.

Greinin er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert