Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Sacramento Kings sigraði Los Angeles Clippers í ótrúlegum tvíframlengdum leik, 176:175 í Los Angeles.
Aðeins einu sinni hafa verið skoruð fleiri stig í einum leik í sögu NBA-deildarinnar en Detroit Pistons vann útisigur á Denver Nuggets, 186:184 eftir þríframlengdan leik.
Bæði lið höfðu skorað 153 stig að loknum venjulegum leiktíma en til samanburðar var staðan í Denver fyrir um 40 árum síðan, 145:145.
Heimamenn höfðu sex stiga forskot þegar tæpar tvær mínútur lifðu leiks í nótt en gestirnir frá Sacramento skoruðu sjö síðustu stigin og tryggðu sér sigurinn.
Malik Monk bætti persónulegt stigamet þegar hann skoraði 45 stig fyrir Sacramento og DeAaron Fox bætti 42 stigum og 12 stoðsendingum við.
Kawhi Leonard skoraði 44 stig fyrir LA Clippers, hans flestu á keppnistímabilinu og Russell Westbrook bætti 17 stigum og 14 stoðsendingum við.
Sacramento er í sæti deildarinnar með 34 sigra í 59 leikjum en LA Clippers í sæti deildarinnar með 33 sigra í 62 leikjum.
Öll úrslit næturinnar: