Boston batt enda á sigurgöngu Philadelphia

Jayson Tatum sækir að Joel Embiid í nótt. Tatum skoraði …
Jayson Tatum sækir að Joel Embiid í nótt. Tatum skoraði sigurkörfuna fyrir utan þriggja stiga línuna þegar innan við tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Embiid var stigahæstur á vellinum með 41 stig. AFP/Mitchell Leff

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld og í nótt. Boston Celtics vann góðan útisigur á Philadelphia 76ers og stöðvaði fimm leikja sigurhrinu liðsins en Philadelphia tapaði einmitt síðast leik snemma í febrúar í Boston.

Jayson Tatum skoraði sigurkörfu Boston fyrir utan þriggja stiga línuna þegar innan við tvær sekúndur lifðu leiks. Hann skoraði í heildina 18 stig í leiknum, tók 13 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Félagi hans, Jaylen Brown, var þó atkvæðamestur með 26 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar.

Joel Embiid var stigahæstur á vellinum en hann skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og tók að auki 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þettaa var tíundi leikur Embiid á keppnistímabilinu sem hann rífur 40 stiga múrinn.

Boston trónir á toppi Austur-deildarinnar með 44 sigra í 61 leik en Philadelphia er í 3. sæti deildarinnar með 39 sigra í 59 leikjum.

Öll úrslit næturinnar:

Utah - San Antonio 118:102
Philadelphia - Boston 107:110
Memphis - Denver 112:94
New York - New Orleans 128:106
Charlotte - Miami 108:103
Orlando - Indiana 108:121
Detroit - Toronto 91:95

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert