„Stoltur af gaurunum og öllu batteríinu“

Craig Pedersen landsliðsþjálfari gefur leikmönnum góð ráð í dag. Hjalti …
Craig Pedersen landsliðsþjálfari gefur leikmönnum góð ráð í dag. Hjalti aðstoðar Pedersen ásamt Baldri Þór Ragnarssyni. Ljósmynd/FIBA

„Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Við gátum ekki verið nærri þessu,“ segir Hjalti Þór Vilhjálms­son, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir, merkilegt nokk, svekkjandi sigur í Georgíu í undankeppni HM.

„Við fáum galopið trækifæri til að kklára þetta í lokin. Maður getur ekki verið annað en stoltur af gaurunum og hvað þeir lögðu í leikinn og í raun af öllu batteríinu.“

Hjalti segir ótrúlegt hve nálægt HM liðið hafi verið.

„Við erum á útivelli á móti þetta sterku liði og spiluðum ógeðslega vel. Við hefðum mátt hitta aðeins betur en við spiluðum frábæran körfubolta að mörgu leiti.

Auðvitað alltaf hægt að setja út á eitthvað og eitthvað sem við hefðum átt að gera betur eða öðruvísi eða hvernig sem það er,“ segir Hjalti en bætir því við að uppleggið hafi verið eins og það var.

„Ef uppleggið hefði verið einhvern veginn öðruvísi er ekki vitað hvernig leikurinn hefði spilast.

Þetta var svona og þetta fór svona. Auðvitað hefðum við mátt setja boltann aðeins meira í körfuna en það er eins og það er.“

Jákvætt að lenda í kjallaranum

Við erum búnir að spila 21 leik og byrjum keppnina í kjallaranum í neðstu riðlunum og erum búnir að vinna okkur upp í þessa stöðu. Það er ótrúlegt hvað liðið hefur vaxið og hvar það er í dag.

Ég held að það hafi verið jákvætt að vissu leiti að við hefðum farið niður í kjallarann því þá komu fleiri inn og fengu landsliðsreynslu. Við breikkuðum hópinn sem nú er orðinn þokkalega breiður og komnir með leikmenn sem geta, kunna og þora að spila á þessu stigi.

Það sást greinilega í kvöld að það var ekkert hik á mönnum þó þeir væru að spila fyrir framan tíu þúsund manns. Menn lögðu allt í sölurnar og við ætluðum okkur áfram. Við vorum sannfærðir um að við myndum vinna með fjórum stigum eða meira.

Hjalti Þór Vilhjálmsson.
Hjalti Þór Vilhjálmsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert