Valur fór létt með Breiðablik, 102:55, í Subway-deild kvenna í körfuknattleik þegar liðin mættust í Smáranum í Kópavogi í kvöld.
Valskonur náðu snemma góðri forystu og leiddu með 16 stigum eftir fyrsta leikhluta, 31:16. Valsliðið gekk svo endanlega frá leiknum í öðrum leikhluta og setti aftur 31 stig, en fékk átta á sig, og var 38 stigum yfir, 62:24.
Valur skoraði ekki eins mikið í þriðja leikhluta en hélt samt áfram góðri forystu, 87:35. Blikakonur löguðu stöðuna aðeins í fjórða leikhluta og unnu hann með 20 stigum gegn 15 en Valsliðið vann að lokum afar öruggan 47 stiga sigur í Kópavogi, 102:55.
Kiana Johnson var atkvæðamest í liði Vals með 27 stig, 12 fráköst og sex stoðsendingar. Í liði Breiðabliks var Rósa Björk Pétursdóttir atkvæðamest með 19 stig og átta fráköst.
Gangur leiksins:: 4:10, 7:14, 11:22, 15:31, 22:33, 23:44, 23:54, 24:62, 27:65, 32:67, 34:75, 35:87, 38:92, 45:96, 50:100, 55:102.
Breiðablik: Rósa Björk Pétursdóttir 19/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 7/7 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 6, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 6/6 fráköst/8 stoðsendingar, Inga Sigríður Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 5/4 fráköst, María Vigdís Sánchez-Brunete 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Hera Magnea Kristjánsdóttir 1/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 1.
Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.
Valur: Kiana Johnson 27/12 fráköst/6 stoðsendingar, Simone Gabriel Costa 14/5 stolnir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Sara Líf Boama 9, Embla Kristínardóttir 7, Hildur Björg Kjartansdóttir 7/7 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 6, Margret Osk Einarsdottir 3, Hallveig Jónsdóttir 3, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 3, Ásta Júlía Grímsdóttir 2/7 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot.
Fráköst: 35 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson, Bergur Daði Ágústsson.
Haukar sigruðu botnliðið
Haukar unnu þægilegan útisigur á botnliði ÍR, 74:51, í Breiðholtinu í kvöld.
Haukakonur náðu snemma frumkvæðinu og leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 23:10. Haukar juku forskot sitt um tvö stig í öðrum leikhluta, 40:25.
Haukaliðið jók aftur forskot sitt í þriðja leikhluta og leiddi eftir hann með 18 stigum, 57:39.
Sömu söguna má segja um fjórða leikhluta en að lokum vann Haukaliðið 23 stiga sigur, 74:51.
Sólrún Inga Gísladóttir var atkvæðamest í liði Hauka með 21 stig, þrjú fráköst og eina stoðsendingu. Greeta Uprus átti flottan leik fyrir ÍR-inga og setti 15 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
Með sigrinum jafnaði Valur Keflavík að stigum á toppnum, bæði með 38 stig. Haukar eru sæti neðar með 36 stig. Breiðablik er í næstneðsta sæti með átta og ÍR er á botninum með tvö.
Gangur leiksins:: 5:4, 7:9, 7:15, 10:23, 14:25, 18:30, 19:37, 22:40, 28:44, 33:49, 35:54, 39:57, 39:62, 42:65, 44:69, 51:74.
ÍR: Greeta Uprus 15/14 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 7/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 6/5 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 6/5 fráköst/5 stolnir, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Heiða Sól Clausen Jónsdóttir 4, Rannveig Bára Bjarnadóttir 3, Margrét Blöndal 2, Elma Finnlaug Þorsteinsdóttir 2, Gréta Hjaltadóttir 2.
Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.
Haukar: Sólrún Inga Gísladóttir 21, Keira Breeanne Robinson 13/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 11/9 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 9/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 6/4 fráköst/3 varin skot, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 4, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 3/4 fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Johann Gudmundsson, Elías Karl Guðmundsson.