Lygilegur Lillard skoraði 71 stig

Damian Lillard skoraði 71 stig í nótt.
Damian Lillard skoraði 71 stig í nótt. AFP/Tim Nwachukwu

Damian Lillard átti magnaðan leik fyrir Portland Trail Blazers þegar hann skoraði yfir helming stiga liðsins í 131:114-sigri á Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Lillard skoraði 71 stig, hvorki meira né minna, og bætti við sex fráköstum og sex stoðsendingum.

Hann skráði sig þar með í sögubækur deildarinnar enda um einstaka frammistöðu að ræða.

Er Lillard í áttunda sæti yfir flest skoruð stig í einum leik í sögu NBA-deildarinnar með frammistöðu næturinnar.

Nikola Jokic, Jókerinn, var þá með enn eina þreföldu tvennuna á yfirstandandi tímabili þegar lið hans Denver Nuggets hafði betur gegn LA Clippers, 134:124, eftir framlengdan leik.

Jokic skoraði 40 stig, tók 17 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Stigahæstur hjá Clippers var Kawhi Leonard með 33 stig og sex fráköst.

Öll úrslit næturinnar:

Portland – Houston 131:114

Denver – LA Clippers 134:124 (frl.)

Golden State – Minnesota 109:104

Oklahoma – Sacramento 115:124

Cleveland – Toronto 118:93

Dallas – LA Lakers 108:111

Chicago – Washington 102:82

Atlanta – Brooklyn 129:127

Milwaukee – Phoenix 104:101

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert