Sindri vann sterkan 107:82-útisigur á Hamri í 1. deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Hveragerði í kvöld. Með sigrinum er ljóst að Sindri er kominn í toppbaráttuna, ásamt Hamri og Álftanesi.
Staðan í hálfleik var 54:52, Hamri í vil, en gestirnir frá Hornafirði voru mun sterkari í seinni hálfleik.
Oscar Jörgensen skoraði 33 stig fyrir Sindra og Tyler Stewart 20. José Medína skoraði 26 stig fyrir Hamar og Mirza Sarajlija 16. Ragnar Nathanaelsson var með þrefalda tvennu fyrir Hamar, 15 stig, 15 fráköst og tíu stoðsendingar.
Álftanes er á toppi deildarinnar með 38 stig, fjórum stigum á undan Hamri. Sindri er í þriðja með 30 stig. Sigurliðið í deildinni kemst beint upp í úrvalsdeildina og næstu fjögur fara í umspil og staða Áftaness er því orðin mjög sterk á toppnum.
Gangur leiksins: 8:3, 15:13, 15:17, 18:22, 23:29, 30:36, 43:40, 54:52, 58:61, 60:70, 67:82, 69:86, 74:89, 74:95, 79:101, 82:107.
Hamar: Jose Medina Aldana 26/6 stoðsendingar, Mirza Sarajlija 16/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 15/15 fráköst/10 stoðsendingar, Alfonso Birgir Söruson Gomez 7, Haukur Davíðsson 5, Elías Bjarki Pálsson 5, Brendan Paul Howard 5, Halldór Benjamín Halldórsson 3.
Fráköst: 20 í vörn, 12 í sókn.
Sindri: Oscar Alexander Teglgard Jorgensen 33, Tyler Emmanuel Stewart 20/9 fráköst/4 varin skot, Ismael Herrero Gonzalez 14/4 fráköst/8 stoðsendingar, Guillermo Sanchez Daza 14/6 fráköst, Rimantas Daunys 13, Gísli Þórarinn Hallsson 11/5 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 2/4 fráköst.
Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 60.