Miami marði Philadelphia

Joel Embiid og Jimmy Butler eigast við í nótt.
Joel Embiid og Jimmy Butler eigast við í nótt. AFP/Tim Nwachukwu

Miami Heat hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 101:99, þegar liðin áttust við í NBA-deildinni í körfuknattleik í Philadelphia í nótt.

Jimmy Butler fór fyrir Miami og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Stigahæstur í leiknum var hins vegar Kamerúninn knái, Joel Embiid, með 27 stig fyrir Philadelphia. Tók hann 12 fráköst að auki.

Nýliðinn Paolo Banchero fór á kostum í liði Orlando Magic, sem vann New Orleans Pelicans á útivelli, 101:93.

Banchero skoraði 29 stig og tók átta fráköst.

Stigahæstur hjá New Orleans var Brandon Ingram með 25 stig.

Öll úrslit næturinnar:

Philadelphia – Miami 99:101

New Orleans – Orlando 93:101

Charlotte – Detroit 117:106

New York – Boston 109:94

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert