Bryant fær greiddar 29 milljónir

Vanessa Bryant.
Vanessa Bryant. AFP/Patrick T. Fallon

Dómsátt hefur náðst í máli Vanessu Bryant, ekkju körfuboltastjörnunnar Kobe Bryant, gegn Los Angeles-sýslu, sem hefur samþykkt að greiða henni 29 milljónir bandaríkjadala vegna dreifingar lögreglu á ljósmyndum af þyrluslysi Kobes og dóttur þeirra, Giönnu.

Kobe og Gianna létust í slysinu ásamt sjö öðrum þegar þyrlan hrapaði til jarðar í grennd við Los Angeles-borg fyrir tveimur árum.

Lögregluyfirvöld á svæðinu deildu grófum ljósmyndum af slysinu til fjölmiðla.

Vanessu sárnaði það mjög og ákvað að höfða mál á hendur Los Angeles-sýslu, þar sem hún sagði fyrstu viðbragðsaðila hafa tekið ljósmyndir af líkamsleifum líkt og um minjagripi væri að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert